Enski boltinn

Ferguson: Rooney er vandamál Moyes

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Er þetta síðasti titillinn sem Rooney vinnur með Manchester United
Er þetta síðasti titillinn sem Rooney vinnur með Manchester United Mynd/Nordic Photos/Getty

Sir Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United og ætlar ekki að láta það vera sitt síðasta verk hjá félaginu að skipta sér af því.

Rooney hefur farið fram á sölu frá félaginu í sumar þó hann eigi enn tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Ferguson tilkynnti í síðustu viku að beiðni Rooney um að vera seldur hafi verið hafnað og hefur hann, líkt og Gary Neville, ráðlagt Rooney að taka sér gott frí í sumar, hugsa málin upp á nýtt og mæta endurnærður til liðs við liðið fyrir undirbúningstímabilið.

„Ég hef ekki rætt við David (Moyes) um Wayne,“ sagði Ferguson. „Ég er viss um að hann muni taka á þessu máli þegar hann kemur hingað. Ég hef ekki hugmynd umn af hverju Wayne vilji fara, það er ekki mitt mál. Ég hef engan áhuga á því lengur.

„David mun taka á þessu og réttilega þá vill hann taka á þessu,“ sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×