Fótbolti

Eyjamenn í viðræðum við Sigurð Ragnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
„Við erum í viðræðum við Sigurð Ragnar [Eyjólfsson] en í raun hafa þær ekki náð langt. Það er enn verið að spjalla um málin,“ segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands, er í viðræðum við forráðamenn ÍBV um að taka við liðinu.

„Vonandi liggur þetta fyrir í lok vinnuvikunnar en í Eyjum endar hún á sunnudögum,“ segir Óskar léttur.

Hermann Hreiðarsson hætti með liðið á dögunum en ástæðan fyrir brotthvarfi hans var persónuleg. Eyjamenn hófu þá strax leit að nýjum þjálfara og stendur sú leit enn yfir.

„Það hefur verið venjan hjá okkur í ÍBV að ræða aðeins við einn aðila í einu og við bregðum ekki út af vananum í þessu tilviki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×