"Út í hött að útrýma kanínum“ 14. ágúst 2013 14:41 "Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt,“ segir Jón Þorgeir. Mynd/Stefán „Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar og hvernig fólk talar um kanínurnar - að þær séu að eyðileggja náttúruna? Dýr sem lifa á náttúrunni eru ekki að eyðileggja hana,“ segir listamaðurinn Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi við Skálará í Elliðaárdal. Eins og fram kom á Vísi í dag kannar Reykjavíkurborg nú hvort og hvar kanínur eru orðnar vandamál í borgarlandinu. Þá var haft eftir Guðmundi B. Friðrikssyni, skrifstofustjóra umhverfisgæða borgarinnar, að ekki væri hægt að tala um kanínur sem stórt vandamál nema þá ef til vill í Elliðaárdalnum, þar sem þeim er gefið yfir veturinn þannig að afföll verða minni en ella. Kanínurnar í Elliðaárdal sækja í heimili Jóns Þorgeirs Ragnarssonar og Halls Heiðars Hallssonar og hafa gert það um árabil eins og fram hefur komið. Sjálfur segir Jón Þorgeir að hann hafi aldrei keypt neina kanínu. „Fólk er að skilja þær eftir og þetta er orðið jafnvinsælt og Húsdýragarðurinn. Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki. En fólk verður svo sem alltaf að finna að einhverju,“ segir Jón Þorgeir. Honum finnst umsögn Náttúrufræðistofnunar um að útrýma beri öllum kanínum í íslenskri náttúru vera út í hött. „Það er það sama og með lúpínuna - út af því að þetta er eitthvað útlenskt. Ég held að við ættum þá að líta okkur nær og horfa á Litháana, Pólverjana og allt liðið,“ segir Jón Þorgeir. „Mér finnst líka svolítið sorglegt að það eru ömmur og afar að koma með barnabörnin hingað, fólk kemur af veitingastöðum til að gefa þeim að borða og svona. Þetta eru ekki bara við. Við sjáum það líka á börnunum að þau eru ekki hrædd við kanínurnar frekar en endur,“ segir Jón Þorgeir. „Þær hafa eitthvað heillandi og blítt. Þetta eru yndisleg dýr. Í raun og veru eru þær með besta áburðinn sem til er og engar bakteríur í honum. Grasið hjá okkur er grænna hjá okkur en hinum og það er kannski það sem veldur - öfund?“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira