Lífið

Til mikils að vinna fyrir þátttakendur

Ellý Ármanns skrifar
Miðillinn Endomondo hefur slegið í gegn hjá fólki víða um heim, þar sem hann aðstoðar notendur við að skrá og fylgjast með árangri sínum í útivist og öðrum íþróttum. Rúmlega tólf milljónir manna í 200 löndum heims nýta sér Endomondo. „Nú þegar hafa á annað hundrað manns skráð sig til leiks og þátttakendum fjölgar ört,“ segir Rannveig Hrönn Brink markaðsstjóri safa og vatnsdrykkja hjá Vífilfelli spurð um áskorunina.

„Verkefnið í Malaví er brýnt og það er líka til mikils að vinna fyrir þátttakendur. Ferð til Malaví er ævintýri sem ekki býðst á hverjum degi," segir hún.

Skráning í áskorunina er sáraeinföld, þar sem hægt er að fara inn á Endomondo í gegnum Facebook-aðgang. Þegar farið er inn á Endomondo-síðu Topps geta áhugasamir séð hverjir aðrir þátttakendur eru, hversu langa vegalengd þeir hafa lagt að baki og einnig kynnt sér ýmislegt athyglisvert sem viðkemur áskoruninni.

Einnig geta þátttakendur nýtt sér smáforrit (App) Endomondo sem hentar öllum gerðum snjallsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.