Bílar og sætar stelpur skipta ekki máli núna 8. nóvember 2013 10:00 Fyrirtæki Sertacs Tasdelen heitir Binnaz abla. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira