Bílar og sætar stelpur skipta ekki máli núna 8. nóvember 2013 10:00 Fyrirtæki Sertacs Tasdelen heitir Binnaz abla. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira