Erlent

Forsetaþotan í Malawi er til sölu

Stjórnvöld í Malawi ætla að selja forsetaþotu landsins og hafa óskað eftir tilboðum í hana. Um er að ræða 14 sæta Dassault Falcon einkaþotu en sala hennar á að létta undir með rekstri ríkissjóðs.

Þegar fyrrverandi forseti landsins keypti þessa þotu fyrir fimm árum síðan á rúmlega 13 milljónir dollara voru kaupin harðlega gagnrýnd bæði innan og utanlands enda Malawai mjög háð fjárframlögum frá alþjóðasamfélaginu. Þau framlög voru verulega skorin niður í framhaldi af þotukaupunum.

Núverandi forseti landsins, sem tók við völdum í apríl s.l., hefur aldrei notað þotuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×