Bjóða útlendar IP tölur sem nota má til að hala niður frá efnisveitum Valur Grettisson skrifar 25. október 2013 08:00 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi. Fréttablaðið/Anton „Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“ Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
„Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira