Fótbolti

Aron og Gylfi teknir af velli vegna meiðsla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Stefán
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru teknir af velli í síðari hálfleik gegn Kýpur í kvöld vegna minniháttar meiðsla.

Gylfi meiddi sig á fæti í fyrri hálfleik þegar hann teygði sig í boltann að sögn landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck. Aron Einar fékk högg á mjöðmina í síðari hálfleik og kveiknaði sér aðeins.

Lagerbäck staðfesti að báðum hefði verið skipt af velli til að taka ekki óþarfa áhættu. Hann átti þó ekki von á að meiðslin væru alvarleg. Þeir fengju meðhöndlun í kvöld og ættu svo að vera klárir í slaginn á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×