Innlent

Allir lausir nema eigandinn

Boði Logason skrifar
Kampavínsklúbburinn Strawberries við Lækjargötu.
Kampavínsklúbburinn Strawberries við Lækjargötu.
Þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries eru lausir úr gæsluvarðhaldi, en eigandinn situr enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.

Gæsluvarðhaldið yfir eigandanum rennur út á föstudag.

Hópur manna var handtekinn á staðnum í lok síðusta mánaðar vegna gruns um að þær færu fram vændiskaup. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 grunar lögreglu að milliganga um vændi hafi verið starfrækt á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri.

Staðnum hefur verið lokað um óákveðinn tíma í þágu rannsóknarinnar, og þá mun leyfi staðarins vera skoðað í ljósi þessa máls.

Þegar mest lét sátu sex manns í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.


Tengdar fréttir

Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries

Lögmaður eiganda kampavísins-klúbbsins Strawberries segir það vera af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Fimm í gæsluvarðhald í vændiskaupamáli

Lögreglan lokaði kampavíns-klúbbnum Strawberries og voru fjórir starfsmenn, þar á meðal eigandi staðarins, úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 8. nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.