Hlaupa með svarta slaufu í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 18:15 Klár í slaginn. Nordicphotos/Getty Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Lundúnarmaraþonhlaupið sem fram fer á morgun. Um 40 prósent fleiri lögreglumenn verða á vakt en undanfarin ár. Keppendur í Lundúnarmaraþoninu sóttu í vikunni skráningarnúmer sitt ásamt svartri slaufu sem allir hlauparar munu bera á treyju sinni. Þannig á að minnast þeirra sem létust og slösuðust í sprengingunum í Boston á mánudaginn. Allar ruslafötur í námunda við hlaupaleiðina hafa verið fjarlægðar til að gæta fyllsta öryggis. Þótt flestir stefni einfaldlega á að bæta tímann sinn þá segir í umfjöllun Guardian að fjölmargir hlauparar heiðri látna eða veika ættingja með því að hlaupa eða reyni að safna fé til styrktar góðu málefni. Flestir voru þó sammála um að þeir væru að minnast þeirra sem létust og slösuðust í Boston. Þrátt fyrir sprengingarnar voru flestir sem Guardian ræddu við sammála um að skipuleggjendur Lundúnarmaraþonsins hefðu gert rétt með því að fresta ekki hlaupinu. Keppendur verða ræstir út í þremur hollum. Fyrir hverja ræsingu verður þrjátíu sekúndna þögn. Þá hafa skipuleggjendur sagt að tvö pund fyrir hvern keppanda sem lýkur hlaupinu verði sett í Boston First styrktarsjóðinn. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09 Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37 Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Lundúnarmaraþonhlaupið sem fram fer á morgun. Um 40 prósent fleiri lögreglumenn verða á vakt en undanfarin ár. Keppendur í Lundúnarmaraþoninu sóttu í vikunni skráningarnúmer sitt ásamt svartri slaufu sem allir hlauparar munu bera á treyju sinni. Þannig á að minnast þeirra sem létust og slösuðust í sprengingunum í Boston á mánudaginn. Allar ruslafötur í námunda við hlaupaleiðina hafa verið fjarlægðar til að gæta fyllsta öryggis. Þótt flestir stefni einfaldlega á að bæta tímann sinn þá segir í umfjöllun Guardian að fjölmargir hlauparar heiðri látna eða veika ættingja með því að hlaupa eða reyni að safna fé til styrktar góðu málefni. Flestir voru þó sammála um að þeir væru að minnast þeirra sem létust og slösuðust í Boston. Þrátt fyrir sprengingarnar voru flestir sem Guardian ræddu við sammála um að skipuleggjendur Lundúnarmaraþonsins hefðu gert rétt með því að fresta ekki hlaupinu. Keppendur verða ræstir út í þremur hollum. Fyrir hverja ræsingu verður þrjátíu sekúndna þögn. Þá hafa skipuleggjendur sagt að tvö pund fyrir hvern keppanda sem lýkur hlaupinu verði sett í Boston First styrktarsjóðinn.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09 Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37 Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Sjá meira
Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt. 20. apríl 2013 10:09
Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar skotbardaginn við skólann átti sér stað. "Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ 19. apríl 2013 11:37
Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins "Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. 18. apríl 2013 07:00