David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur útilokað að breskt íþróttafólk sniðgangi Vetrarólympíuleikana í Rússlandi í febrúar.
Samkynhneigðir um heim allan hafa gagnrýnt ný lög þar í landi sem koma í veg fyrir hvers kyns kröfugöngur til stuðnings samkynhneigðum og öðrum „óhefðbundnum kynhneigðum."
„Ég tel að við séum í sterkari stöðu til þess að mótmæla mannréttindabrotum með því að mæta til leiks heldur en að sniðganga Vetrarólympíuleikana," skrifaði Cameron á Twitter-síðu sína.
Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry skrifaði Cameron opið bréf á dögunum þar sem hann hvatti hann til þess að beita sér fyrir því að leikarnir færu ekki fram í Rússlandi.
Fry telur að með því að halda leikana í Sochi sé verið að leggja blessun sína yfir nýsett lög í Rússlandi sem Fry segir mannréttindabrot. Þá líkir hann meðferð Vladimir Pútín, forseta Rússlands, á samkynhneigðum við meðferðina sem gyðingar fengu hjá Adolf Hitler á sínum tíma.
Viðbrögð Cameron eru í takt við þau hjá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Obama sagði í gær að hann væri mótfallinn nýsettum lögum í Rússlandi. Honum fyndist þó ekki við hæfi að banna leikana.
Cameron neitar að sniðganga Ólympíuleikana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn