Erlent

Vídeó og DNA komu upp um hnífamann

Birgir Þór Harðarson skrifar
21 árs gamall maður er í varðhaldi talinn hafa ráðist á franskan hermann með hnífi.
21 árs gamall maður er í varðhaldi talinn hafa ráðist á franskan hermann með hnífi.

Franska lögreglan hefur nú í haldi mann sem talinn er hafa ráðist á franskan hermann á laugardag. Maðurinn fannst eftir að lögregla hafði rannsakað upptökur úr öryggismyndavélum og tekið lífsýni af appelsínusafaflösku.

Maðurinn, sem er 21 árs gamall, er talinn hafa snúist til íslamstrúar og segist hafa viljað „ráðast á fulltrúa ríkisins. Þetta er haft eftir Francois Molins saksóknara. Hermaðurinn var að gæta að mannþröng í Yvelines-héraði nærri París þegar á hann var ráðist með hnífi. Hann hlaut þó nokkur stungusár en lifði árásina af og hefur verið sendur heim af sjúkrahúsi.

Árásin í Frakklandi var gerð aðeins þremur dögum eftir að breskur hermaður var myrtur í London af íslömskum öfgamönnum. Francois Hollande, forseti Frakklands, segir að þó allir hugsanlegir möguleikar séu skoðaðir bendi ekkert til að árásirnar séu tengdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×