Bíó og sjónvarp

Ánægja með Málmhaus í Toronto

Freyr Bjarnason skrifar
Leikstjórinn Ragnar Bragason í Toronto þar sem Málhaus var sýnd á TIFF-hátíðinni.
Leikstjórinn Ragnar Bragason í Toronto þar sem Málhaus var sýnd á TIFF-hátíðinni.
Íslenska kvikmyndin Málmhaus var heimsfrumsýnd nú um nýliðna helgi á TIFF (Toronto International Film Festival). Sýningin gekk vonum framar.

Hátt í 2.000 gestir sáu myndina á fimm sýningum, þar á meðal kanadískur almenningur, blaðamenn og kvikmyndagerðarfólk frá öllum heimshornum.

Að sýningu lokinni uppskáru aðstandendur Málmhauss mikið lófaklapp. Sátu flestir kvikmyndagestir sem fastast í sætum sínum eftir að sýningu á myndinni lauk og biðu óþreyjufullir eftir að fá að spyrja Ragnar Bragason leikstjóra myndarinnar og Þorbjörgu Helgu Þorgisdóttur, aðalleikkonu Málmhaus, spjörunum úr.

Viðræður eru í gangi um hvert skal haldið með myndina og urðu aðstandendur Málmhauss varir við mikinn áhuga erlendra aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×