Á þriðja tug króatískra stuðningsmanna voru mættir í miðborg Zagreb um hádegisbilið með stóra fána og klæddir treyju knattspyrnulandsliðsins.
Króatarnir voru með bjórinn á lofti og sungu söngva á sínu ilhýra tungumáli. Þótt áhugi á leiknum í kvöld sé lítill hjá almenningi er ljóst að leikurinn skiptir suma Króata miklu máli.
Einhverjir Íslendingar voru á vappi um miðborgina í dag en fáir komnir í fánalitina. Von er á fjölmörgum Íslendingum til Zagreb eftir hádegi og mun stemmningin væntanlega aukast jafnt og þétt fram að leik.
Króatískir stuðningsmenn láta í sér heyra
Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar

Mest lesið



Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti



Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

