Vilja aðra Sónar-hátíð í Hörpu 23. febrúar 2013 16:00 Stjórnendur Sónar í Barselóna voru mjög ánægðir með íslensku sónar-hátíðina. fréttablaðið/valli „Þeir voru alveg í skýjunum með þetta, sérstaklega með Hörpuna,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar-tónlistarhátíðarinnar sem var haldin í fyrsta sinn á Íslandi 15.-16. febrúar. Stjórnendur aðalhátíðar Sónar í Barselóna hafa óskað eftir því að hátíðin verði haldin aftur hér á landi á næsta ári. Björn og samstarfsmenn hans vilja það einnig og ef ákvörðun verður tekin um það verður hátíðin haldin á þremur dögum í stað tveggja, auk þess sem að minnsta kosti einir tónleikar verða haldnir í Eldborgarsalnum. Að sögn Björns þarf hátíðin tvö til þrjú ár í viðbót til að geta talist sjálfbær. Stutt er síðan hátíðin fékk milljón í styrk frá tónlistarsjóðnum Kraumi. Einnig fékk hún hálfa milljón frá Reykjavíkurborg. „Við erum að ræða við Reykjavíkurborg og hagsmunaaðila um hvernig við getum látið þetta ganga upp. Ég held að það sé eindóma álit allra sem sáu þetta gerast núna að þessi hátíð á algjörlega rétt á sér og tímasetningin er alveg fullkomin fyrir ferðamannaiðnaðinn og fyrir borgina,“ segir hann. „Sónar þarf ekki að vera mikið minni hátíð en Airwaves eftir tvö til þrjú ár því það eru gríðarleg tækifæri í þessu vörumerki ef menn halda rétt á spilunum.“ Útlendingar keyptu færri miða á Sónar en vonast var eftir. Upphaflega stóð til að selja þeim eitt þúsund miða en aðeins 520 miðar seldust. Fyrir vikið voru 2.400 miðar settir í sölu á Íslandi, meira en fyrst var reiknað með. Björn segir að ekki verði gefið upp hversu margir þeirra seldust. „Það eru mjög góðar ástæður fyrir því en það var mjög nálægt væntingum.“ Hann bætir við að gera megi ráð fyrir því að erlendir gestir Sónar hafi keypt þjónustu í tengslum við hátíðina fyrir um 1,1 milljón evra, eða um 185 milljónir króna. -fb Sónar Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þeir voru alveg í skýjunum með þetta, sérstaklega með Hörpuna,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar-tónlistarhátíðarinnar sem var haldin í fyrsta sinn á Íslandi 15.-16. febrúar. Stjórnendur aðalhátíðar Sónar í Barselóna hafa óskað eftir því að hátíðin verði haldin aftur hér á landi á næsta ári. Björn og samstarfsmenn hans vilja það einnig og ef ákvörðun verður tekin um það verður hátíðin haldin á þremur dögum í stað tveggja, auk þess sem að minnsta kosti einir tónleikar verða haldnir í Eldborgarsalnum. Að sögn Björns þarf hátíðin tvö til þrjú ár í viðbót til að geta talist sjálfbær. Stutt er síðan hátíðin fékk milljón í styrk frá tónlistarsjóðnum Kraumi. Einnig fékk hún hálfa milljón frá Reykjavíkurborg. „Við erum að ræða við Reykjavíkurborg og hagsmunaaðila um hvernig við getum látið þetta ganga upp. Ég held að það sé eindóma álit allra sem sáu þetta gerast núna að þessi hátíð á algjörlega rétt á sér og tímasetningin er alveg fullkomin fyrir ferðamannaiðnaðinn og fyrir borgina,“ segir hann. „Sónar þarf ekki að vera mikið minni hátíð en Airwaves eftir tvö til þrjú ár því það eru gríðarleg tækifæri í þessu vörumerki ef menn halda rétt á spilunum.“ Útlendingar keyptu færri miða á Sónar en vonast var eftir. Upphaflega stóð til að selja þeim eitt þúsund miða en aðeins 520 miðar seldust. Fyrir vikið voru 2.400 miðar settir í sölu á Íslandi, meira en fyrst var reiknað með. Björn segir að ekki verði gefið upp hversu margir þeirra seldust. „Það eru mjög góðar ástæður fyrir því en það var mjög nálægt væntingum.“ Hann bætir við að gera megi ráð fyrir því að erlendir gestir Sónar hafi keypt þjónustu í tengslum við hátíðina fyrir um 1,1 milljón evra, eða um 185 milljónir króna. -fb
Sónar Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira