Kynningarherferðin hófst í New York þar sem þeir tóku störukeppni í heila mínútu. Hafði fólkið mjög gaman af því.
Hinn 36 ára gamli Mayweather hefur ekki tapaði bardaga á 15 ára ferli. Alvarez er 14 árum yngri en hefur keppt álíka mikið.
Mayweather á 44 bardaga en Alvarez 43. Alvarez hefur aldrei tapað en hann byrjaði að keppa aðeins 15 ára gamall.
Þarna mætast nýji og gamli tíminn og hafa einhverjir trú á því að Mayweather muni loksins tapa.