Erlent

Ævintýralega skrautleg ferilskrá

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Eitt af mörgu sem Lachner hefur starfað við er að þrífa hákarlabúr.
Eitt af mörgu sem Lachner hefur starfað við er að þrífa hákarlabúr.
Jan Lachner er 25 ára flugrekstrarverkfræðingur. En, hann sneri baki við fagi sínu og hefur nú þvælst um Evrópu þvera og endilanga og hefur nú reynt 31 störf í jafn mörgum löndum. Þetta spannar allt frá því að vera útvarpsmaður til þess að þrífa risastórt hákarlabúr í sjávardýrasafni í Norfolk, Sea Life Centre, en þar er hann núna. Daily Mail fjallar um einstæðan feril Lanchers, sem hefur varið 10 þúsund pundum í ferðalög sín, sem svarar til tæplega 1,8 milljón króna. Oft hafa störfin verið ólaunuð. Lachner hefur prófað að kenna flamenco á Spáni, verið á bjórdælu á nýársfögnuði í Dublin og bruggað bjór í Tékkóslóvakíu.

Lachner, sem er hálfþýskur og hálffranskur, starfaði í Rolls-Royce verksmiðjunum áður en hann lagði land undir fót. Hann uppgötvaði að samstarfsmenn hans höfðu varið æfinni í að starfa þar og aldrei kynnst neinu öðru. Hann vildi ekki láta það henda sig og fór og einsetti sér að reyna sem flest. Lachner hefur komið sjálfum sér á óvart með að standa sig vel í verkefnum sem hann hafði ekki trú á að hann gæti sinnt svo vit væri í. Ferilskrá hans er orðin býsna skrautleg.

Sjálfur segir hann að eftirminnilegustu störfin séu þau að brugga bjór í Tékkóslóvakíu, dæla bjór í Dublin, stunda forleifafræði á Grikklandi og ... starfa sem ljósmyndari á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×