Enski boltinn

Getur huggað sig við feita bankabók

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini átti fjögur ár eftir af fimm ára samningi sem hann gerði við Manchester City síðastliðið sumar.

Mancini var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra í gær en City tapaði fyrir Wigan í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um helgina.

Samningurinn sem Mancini undirritaði er sagður hafa fært honum tæpa 1,4 millarða króna í árslaun. Samkvæmt því átti hann enn eftir að fá 5,5 milljarða á samningstímanum.

Líklegast er að Mancini muni semja um starfslok sem tryggi honum minnst eins árs laun í starfslokagreiðslu, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Mancini verður sjálfsagt ekki atvinnulaus lengi en franska liðið Monaco, sem er í eigu rússnesks auðkýfings, mun hafa áhuga á að ráða Mancini. Félagið hefur einnig sýnt Jose Mourinho áhuga.

Mancini hefur einnig verið orðaður við Roma og Napoli í heimalandi sínu, Ítalíu.




Tengdar fréttir

Mancini rekinn frá Manchester City

Ensku fjölmiðlarnir BBC og Sky Sports greina frá því í kvöld að Manchester City hafi rekið knattspyrnustjórann Roberto Mancini í kjölfar þess að félagið tapaði á móti Wigan um helgina í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×