Engar loðnar kanínur og bleikar prinsessur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. desember 2013 12:00 Sif Sigmarsdóttir "Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki.“ Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg ótrúlegt, ég er í hálfgerðu sjokki,“ segir Sif Sigmarsdóttir um velgengni fyrsta bindis Freyjusögu, Múrsins, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna, auk þess að vera ofarlega á metsölulistum og hafa hlotið rífandi góða dóma gagnrýnenda. „Maður vonast auðvitað alltaf eftir góðum viðbrögðum við því sem maður skrifar, en þótt maður sé sjálfur rosalega ánægður með eigin grip þá veit enginn hvernig aðrir taka honum, þannig að, nei, ég hafði ekki séð þetta fyrir mér.“ Freyjusaga er framtíðarsaga sem kölluð hefur verið hinir íslensku Hungurleikar, en Sif segist hafa verið byrjuð á sögunni löngu áður en Hungurleikarnir komu fram á sjónarsviðið. „Þessi bók er búin að vera vandræðalega lengi í vinnslu, nærri sex ár, en hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var í námi í barnabókmenntum í Bretlandi. Ég byrjaði þar árið 2002 og var þá svakalega skotin í Philip Pullman og bókunum hans um Gyllta áttavitann. Eftir að ég las þær var ég staðráðin í að skrifa einhverja drungalega fantasíu. Svo vildi þannig til að það fengu allir sömu hugmynd á svipuðum tíma og síðan þá hafa komið út margar bækur í þessum anda. Þegar ég las Hungurleikana hugsaði ég: Andskotinn, hún stal hugmyndinni minni.“ Einhverjum lesendum hafa þótt lýsingarnar í Múrnum ansi hrottalegar, finnst þér það sjálfri? „Nei, alls ekki. Það er hins vegar dálítið algengt þegar kemur að unglingabókum að fólki finnist að þær eigi að vera voða saklausar og krúttlegar og fullar af loðnum kanínum og bleikum prinsessum, en ég er alls ekki sammála því. Við sem erum að skrifa fyrir unglinga erum að keppa við blóðuga tölvuleiki og sjónvarpsþætti og þurfum bara hreinlega að vera samkeppnishæf. Enda held ég að unglingarnir þoli þetta smáræði nú alveg, það er aðallega fullorðna fólkið sem barmar sér yfir hvað þetta sé ógeðslegt.“ Margir líta á skrif barnabóka sem tilhlaup eða upphitun fyrir skrif „alvöru“ bókmennta, ertu á þeim buxunum? „Nei mig hefur alltaf langað að skrifa unglingabækur. Ein fyrsta spurningin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín kom út var einmitt: Hvenær ætlarðu að skrifa alvöru bók? Mér finnst hins vegar barnabókmenntir vera alvöru bókmenntir og börn og unglingar eru mjög kröfuharðir lesendur. Það er alveg óþarfi að flokka þær sem eitthvert óæðra form. Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki, alveg sama fyrir hvaða aldurshóp er skrifað.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt, ég er í hálfgerðu sjokki,“ segir Sif Sigmarsdóttir um velgengni fyrsta bindis Freyjusögu, Múrsins, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna, auk þess að vera ofarlega á metsölulistum og hafa hlotið rífandi góða dóma gagnrýnenda. „Maður vonast auðvitað alltaf eftir góðum viðbrögðum við því sem maður skrifar, en þótt maður sé sjálfur rosalega ánægður með eigin grip þá veit enginn hvernig aðrir taka honum, þannig að, nei, ég hafði ekki séð þetta fyrir mér.“ Freyjusaga er framtíðarsaga sem kölluð hefur verið hinir íslensku Hungurleikar, en Sif segist hafa verið byrjuð á sögunni löngu áður en Hungurleikarnir komu fram á sjónarsviðið. „Þessi bók er búin að vera vandræðalega lengi í vinnslu, nærri sex ár, en hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var í námi í barnabókmenntum í Bretlandi. Ég byrjaði þar árið 2002 og var þá svakalega skotin í Philip Pullman og bókunum hans um Gyllta áttavitann. Eftir að ég las þær var ég staðráðin í að skrifa einhverja drungalega fantasíu. Svo vildi þannig til að það fengu allir sömu hugmynd á svipuðum tíma og síðan þá hafa komið út margar bækur í þessum anda. Þegar ég las Hungurleikana hugsaði ég: Andskotinn, hún stal hugmyndinni minni.“ Einhverjum lesendum hafa þótt lýsingarnar í Múrnum ansi hrottalegar, finnst þér það sjálfri? „Nei, alls ekki. Það er hins vegar dálítið algengt þegar kemur að unglingabókum að fólki finnist að þær eigi að vera voða saklausar og krúttlegar og fullar af loðnum kanínum og bleikum prinsessum, en ég er alls ekki sammála því. Við sem erum að skrifa fyrir unglinga erum að keppa við blóðuga tölvuleiki og sjónvarpsþætti og þurfum bara hreinlega að vera samkeppnishæf. Enda held ég að unglingarnir þoli þetta smáræði nú alveg, það er aðallega fullorðna fólkið sem barmar sér yfir hvað þetta sé ógeðslegt.“ Margir líta á skrif barnabóka sem tilhlaup eða upphitun fyrir skrif „alvöru“ bókmennta, ertu á þeim buxunum? „Nei mig hefur alltaf langað að skrifa unglingabækur. Ein fyrsta spurningin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín kom út var einmitt: Hvenær ætlarðu að skrifa alvöru bók? Mér finnst hins vegar barnabókmenntir vera alvöru bókmenntir og börn og unglingar eru mjög kröfuharðir lesendur. Það er alveg óþarfi að flokka þær sem eitthvert óæðra form. Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki, alveg sama fyrir hvaða aldurshóp er skrifað.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira