Enski boltinn

Suarez: Framtíðin er hjá Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Suarez á góðri stund með Liverpool
Suarez á góðri stund með Liverpool Mynd/Nordic Photos/Getty
Luiz Suarez framherji enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið frá félaginu í sumar. Hann sér framtíð sína á Anfield Road.

Suarez missir af leik Liverpool og Everton í dag þar sem hann tekur út 10 leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik Liverpool og Chelsea á dögunum. Hann missir einnig af sex fyrstu leikjum Liverpool á næsta tímabili verði hann áfram hjá félaginu.

„Ég er samningsbundinn Liverpool og hér er staðan mín í dag og í framtíðinni,“ sagði Suarez við breska götublaðið The Sun.

„Ég sá hversu sérstakir þessi nágranaslagir eru um leið og ég kom til félagsins, það er agalegt að missa af leiknum. Við erum með stóran leikmannahóp sem getur leikið án mín,“ sagði Suarez sem er markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×