Enski boltinn

Moyes: Fæ aldrei neitt á Anfield

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Moyes og Rodgers voru ekki sammála um hvort mark Distin hefði átt að standa.
Moyes og Rodgers voru ekki sammála um hvort mark Distin hefði átt að standa. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Moyes knattspyrnustjóri Everton kvartaði sáran undan því að enn einn dómurinn gegn liði hans neitaði honum um fyrsta sigurinn á erkifjendunum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðin gerðu markalaust jafntefli í dag.

Sylvain Distin skoraði mark með skalla í seinni hálfleik í dag var dæmt af vegna brots á markverðinum Jose Reina.



Þetta var 220. nágranaslagur liðanna en Everton hefur ekki sigrað á Anfield Road í fjórtán ár sem var áður en Moyes tók við liðinu. Skotinn geðþekki er harður á því að ef Everton hefði fengið sanngjarna dómgæslu á tíma sínum á Anfield væri raunin önnur.



„Þetta var alltaf löglegt mark. Markvörðurinn hleypur á Victor Anichebe og það er mark. Dómarinn sagði að Victor hafi hindrað markvörðinn en markvörðurinn hljóp á hann þannig að það getur ekki verið aukaspyrna,“ sagði gramur Moyes.



„Þetta var ekki brot. Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekki auðvelt að koma hingað.



„Þið fjölmiðlar eruð fljótir minna mig á að ég hafi aldrei unnið á Anfield en ef þú færð aldrei neina dóma á Anfield verður erfitt að vinna og það (að fá enga dóma) gerist reglulega þegar þú kemur hingað.



Brendan Rodgers framkvæmdarstjóri Liverpool sá dóminn ekki í sama ljósi og Moyes og sagði að Michael Oliver dómari hafi haft rétt fyrir sér.



„Ég held að þegar þú horfir á þetta aftur þá sérðu að dómarinn sér þetta snemma. Boltinn var rétt kominn af stað þegar hann dæmir aukaspyrnu,“ sagði Rodgers.



„Ég var ekki 100% viss við fyrstu sín hvort Distin hefði brotið á Carragher eða hvort það var Anichebe en ég held að þetta hafi verið hrinding á Anichebe.



„Ég er viss um að David sé vonsvikinn að markið fékk ekki að standa en mér fannst Michael eiga mjög góðan leik,“ sagði Rodgers og bætti við að ekki væri hægt að bera þetta saman við það þegar Luis Suarez virtist tryggja Liverpool sigur á Goodison Park í fyrri leik liðanna en var dæmdur rangstæður.



„Munurinn á okkar marki á Goodison Park og þessu er að hann var klárlega réttstæður þegar hann skoraði. Ef þú horfir á þetta þá sá dómarinn þetta mjög vel og var búinn að flauta áður en boltinn er snertur,“ sagði Rodgers.



„Ég hef leikið marga leiki hér og gert mörg jafntefli,“ sagði Moyes um gengi sitt á Anfield.



„Ég hef ekki unnið en jafntefli er ekki slæm úrslit og við fáum ekki hól fyrir það. Við vorum í góðu færi til að vinna þennan leik. Liverpool fékk líka færi en það er viðbúið,“ sagði Moyes að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×