Fótbolti

Eriksson: England á ekki möguleika að vinna HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson
Svíinn Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er viss um að enska liðið eigi engan möguleika á því vinna heimsmeistaramótið í Brasilíu á næsta ári.

England vann riðil sinn í undankeppninni og hefur því tryggt sér sætið á HM næsta sumar.

Eriksson var með enska liðið á heimsmeistaramótinu árið 2002 og 2006 en hann telur að liðið eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar næsta sumar.

„Ég tel engar líkur á því að liðið vinni HM í Brasilíu,“ sagði Eriksson í viðtali við BBC.

„Það eru margir ungir leikmenn að taka sín fyrstu skref í liðinu og því gæti liðið kannski staðið sig betur á HM í Rússlandi árið 2018.“

„Væntingar í Englandi eru samt sem áður minni núna en hefur þekkst undanfarinn áratug og það gæti kannski unnið með liðinu. Það væri frábært ef England myndi komast í 8-liða úrslitin.“

Dregið verður í riðla á HM þann 6. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×