Fótbolti

Helgi Valur hetja Belenenses

Helgi Valur á góðri stundu með félögum sínum.
Helgi Valur á góðri stundu með félögum sínum.
Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson var á skotskónum í kvöld og tryggði liði sínu, Belenenses, sigur á Beira-Mar í portúgalska deildabikarnum.

Helgi Valur skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Tap hefði verið neyðarlegt enda er Belenenses í úrvalsdeild en Beira-Mar í vandræðum í næstu deild fyrir neðan.

Þessi keppni er spiluð í fjórum riðlum. Þetta var fyrsta umferðin og Sporting Braga vann einnig sinn leik í fyrstu umferð í C-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×