Fornskógur eyddist í flóði veturinn 822-23 Svavar Hávarðsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Í Drumbabót er fjöldi trjádrumba sem standa 20 til 60 sentímetra upp úr sandi. Allt eru þetta birkitré og mælingar sýna að þau drápust öll á nákvæmlega sama tíma. Fréttablaðið/Stefán Tekist hefur að aldursgreina fornskógaleifar við eyrar Þverár í Fljótshlíð af mikilli nákvæmni. Nú er sannað að skógurinn eyddist í jökulhlaupi veturinn 822 til 823, og það nær örugglega eftir Kötlugos. Staðurinn nefnist Drumbabót og er í landi eyðibýlisins Aurasels. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir um að ræða nákvæmustu aldursgreiningu með geislakolsaðferð (C-14) á einstökum atburði sem framkvæmd hefur verið á Íslandi. Rannsóknin fór fram í vetur við ETH-háskólann í Zürich í Sviss. Mældir voru allir árhringir í einu fornbirkinu frá Drumbabót og niðurstöðurnar sýndu að árhringurinn næst berki í trénu myndaðist sumarið 822. „Þessi nákvæma aldursgreining byggir á því að árin 774 og 775 eftir Krist urðu mjög miklar breytingar á geislakoli í andrúmslofti og er þessi atburður skráður, ef svo má segja, í árhringjum forntrjánna í Drumbabót. Hlaupið sem grandaði skóginum á Markarfljótsaurum átti sér því stað veturinn 822-23, mjög líklega vegna eldgoss í Kötlu. Hér eru því að öllum líkindum komnar upplýsingar um síðasta hamfaraflóðið sem fór í vestur og yfir Markarfljótsaura,“ segir Ólafur. Nú vinnur Ólafur að því að finna öskulag frá Kötlu sem passar við upplýsingarnar úr C-14 mælingunni. Það hefur ekki tekist enn þá, en í aldursgreiningum Kötluösku í borkjarna frá Mývatni segir Ólafur að nytsamlegar upplýsingar liggi fyrir. Ekki er rannsóknin einsdæmi. Við Selsund við Heklurætur er skógur sem eyddist í öskuflóði sem Ólafur telur að megi aldursgreina með svipuðum hætti. Um mun eldri atburð er að ræða í því tilviki, en sá atburður átti sér stað fyrir um 2.800 árum. Ólafur bætir við að árið 2004 voru gerðar aldurgreiningar á forntrjánum með geislakolsgreiningu og niðurstöður þeirra sýndu að skógurinn eyddist fyrir um 1.200 árum (755-830). Í Drumbabót er á hverjum hektara lands 500–600 lurkar. Gildustu lurkarnir eru yfir 30 sentimetrar í þvermál sem er sambærilegt við stór birkitré í skógum landsins í dag. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Tekist hefur að aldursgreina fornskógaleifar við eyrar Þverár í Fljótshlíð af mikilli nákvæmni. Nú er sannað að skógurinn eyddist í jökulhlaupi veturinn 822 til 823, og það nær örugglega eftir Kötlugos. Staðurinn nefnist Drumbabót og er í landi eyðibýlisins Aurasels. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir um að ræða nákvæmustu aldursgreiningu með geislakolsaðferð (C-14) á einstökum atburði sem framkvæmd hefur verið á Íslandi. Rannsóknin fór fram í vetur við ETH-háskólann í Zürich í Sviss. Mældir voru allir árhringir í einu fornbirkinu frá Drumbabót og niðurstöðurnar sýndu að árhringurinn næst berki í trénu myndaðist sumarið 822. „Þessi nákvæma aldursgreining byggir á því að árin 774 og 775 eftir Krist urðu mjög miklar breytingar á geislakoli í andrúmslofti og er þessi atburður skráður, ef svo má segja, í árhringjum forntrjánna í Drumbabót. Hlaupið sem grandaði skóginum á Markarfljótsaurum átti sér því stað veturinn 822-23, mjög líklega vegna eldgoss í Kötlu. Hér eru því að öllum líkindum komnar upplýsingar um síðasta hamfaraflóðið sem fór í vestur og yfir Markarfljótsaura,“ segir Ólafur. Nú vinnur Ólafur að því að finna öskulag frá Kötlu sem passar við upplýsingarnar úr C-14 mælingunni. Það hefur ekki tekist enn þá, en í aldursgreiningum Kötluösku í borkjarna frá Mývatni segir Ólafur að nytsamlegar upplýsingar liggi fyrir. Ekki er rannsóknin einsdæmi. Við Selsund við Heklurætur er skógur sem eyddist í öskuflóði sem Ólafur telur að megi aldursgreina með svipuðum hætti. Um mun eldri atburð er að ræða í því tilviki, en sá atburður átti sér stað fyrir um 2.800 árum. Ólafur bætir við að árið 2004 voru gerðar aldurgreiningar á forntrjánum með geislakolsgreiningu og niðurstöður þeirra sýndu að skógurinn eyddist fyrir um 1.200 árum (755-830). Í Drumbabót er á hverjum hektara lands 500–600 lurkar. Gildustu lurkarnir eru yfir 30 sentimetrar í þvermál sem er sambærilegt við stór birkitré í skógum landsins í dag.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira