Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:00 Árásirnar voru framdar utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Vísir/Anton Brink Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur. Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira