Enski boltinn

Dzeko skúrkurinn síðast en hetjan núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko fagnar.
Edin Dzeko fagnar. Nordicphotos/Getty
Manchester City steig stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sætið í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 heimasigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Manchester City er með sjö stiga forskot á Chelsea en Chelsea á leik inni á móti Tottenham á morgun. City á aðeins tvo leiki eftir en Chelsea þrjár.

Edin Dzeko fór illa með dauðafæri um síðustu helgi þegar hann gat tryggt City-liðinu sigur en bætti fyrir það með því að skora sigurmark liðsins í kvöld.

Dzeko skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá Carlos Tévez en sjónvarpsmyndir sýndu að Tevez var líklega rangstæður þegar hann fékk boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×