Löskuð Fernanda enn í vari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. nóvember 2013 19:14 Allt kapp er lagt á að afstýra umhverfisslysi við Reykjanesskaga þar sem varðsskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernöndu í togi. Litlar líkur eru á að Fernanda sökkvi í sæ að mati Landhelgis-gæslunnar. Varðskipið Þór hefur haft flutningaskipið Fernöndu í togi við Reykjanesskaga frá því að skipið var flutt alelda úr Hafnarfjarðarhöfn á föstudaginn. Slæmt veður hefur verið við Hafnir í dag en úr fjöruborðinu við Kirkjuvog blasir einkennileg sjón. Þór dregur þar Fernöndu fram og til baka. Slökkviliðsmenn fóru um borð í skipið fyrr í dag og sáu þar að járn var sveigt og bogið, slíkur var hitinn í Fernöndu. Kvoðu var sprautað í vélarúm og neðri þilför skipsins til að tryggja að eldurinn væri sannarlega dauður. Eins og sjá má er Fernanda verulega löskuð eftir brunann mikla. Slökkviliðsmenn hafa metið aðstæður um borð í Fernöndu í dag, þeim til aðstoðar voru tveir gúmmíbátar sem ferjuðu bæði menn og búnað milli varðskips og járnhrúgunnar sem eitt sinn var Fernanda.Ákvörðun um framhaldið verður væntanlega tekin í kvöld eða á morgun.MYND/FRÉTTASTOFAÓlíklegt þykir að Fernanda verði flutt til Hafnar í dag enda eru óvissuþættirnir margir. Ákvörðun um framhaldið verður væntanlega tekin í kvöld eða á morgun. Ljóst er að það verður vandasamt verk að dæla þeim hundrað tonnum af olíu sem eru í tönkum Fernöndu. „Ekki verður haldið áfram með Fernöndu í dag,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni. „En við munum halda áfram að tryggja það að engin glóð leynist í skipinu.“Sp. blm. Er engin hætta á að skipið beinlínis sökkvi við Reykjanesskaga? „Skipherra og hans menn eru sannfærðir um að litlar líkur séu á því. Skipið flýtur vel og lætur vel í sjónum. Það hvernig farið verður með olíuna um borð í Fernöndu er á forræði Umhverfisstofnunar og undirverktaka. „Varðandi Wilson Muuga þá heppnaðist sú aðgerð mjög vel. Olíudreifing kom að því máli meðal annara og þeir eru manna fremstir hér á landi til að takast á við þetta verkefni sem er Fernanda,“ segir Ásgrímur. Landhelgisgæslan tilkynnti síðdegis í dag að ákveðið hefði verið að draga Fernöndu inn fyrir Garðskaga og leiti vars í ríkjandi vindum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Tengdar fréttir Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43 Ennþá logar vel í skipinu Varðskipið Þór er komið á staðinn og notar slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu. 30. október 2013 22:10 Björgunaraðgerðir í Hafnarfjarðarhöfn Mikil hætta skapaðist á vettvangi þegar ítrekaðar tilraunir til að kæla skipið niður mistókust. 1. nóvember 2013 19:30 Fernanda undir Hafnarbergi Skipið Fernanda er enn í togi en varðskipið Þór hefur þurft að leita í var með það vegna vonds veðurs. 4. nóvember 2013 07:28 Magnaðar myndir af slökkvistarfi í Fernöndu Varðskipið Þór hefur tekið flutningaskipið Fernöndu í tog og mun draga það til hafnar í Hafnarfirði. 31. október 2013 15:18 Skipverjarnir heilir á húfi Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni. 30. október 2013 15:58 Fernanda verður dregin nær höfn í dag Verður að koma skipinu í skjól svo hægt sé að senda menn um borð til að ganga úr skugga um að eldurinn sé slokknaður. 3. nóvember 2013 12:51 Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Stærsta verkefni varðskipsins Þórs síðan það kom nýtt til landsins í september 2011 er nú yfirstandandi. Aðgerðir við að slökkva elda um borð í farskipinu sýna glögglega getu skipsins í björgunarstarfi. 2. nóvember 2013 07:00 Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28 Sprauta enn sjó á Fernanda Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernanda á sömu slóðum og í gærkvöldi þ.e vestur af Faxaflóa en það svæði telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun. 2. nóvember 2013 11:39 Brú skipsins alelda - Öllum skipverjum bjargað Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrir öllum 11 skipverjum flutningaskipsins Fernanda. 30. október 2013 13:55 Lágmarka hættuna á umhverfisslysi af völdum Fernöndu Slökkviliðsstjóri segir það ekki hafa verið mistök að draga Fernöndu til hafnar í Hafnarfirði þrátt fyrir að staðan hafi verið óljós. 2. nóvember 2013 07:00 Fernanda dregin fjarri hrygningar- og veiðisvæðum Ef svo fer að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma. 1. nóvember 2013 15:48 Enn logar í Fernanda Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 2. nóvember 2013 18:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Allt kapp er lagt á að afstýra umhverfisslysi við Reykjanesskaga þar sem varðsskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernöndu í togi. Litlar líkur eru á að Fernanda sökkvi í sæ að mati Landhelgis-gæslunnar. Varðskipið Þór hefur haft flutningaskipið Fernöndu í togi við Reykjanesskaga frá því að skipið var flutt alelda úr Hafnarfjarðarhöfn á föstudaginn. Slæmt veður hefur verið við Hafnir í dag en úr fjöruborðinu við Kirkjuvog blasir einkennileg sjón. Þór dregur þar Fernöndu fram og til baka. Slökkviliðsmenn fóru um borð í skipið fyrr í dag og sáu þar að járn var sveigt og bogið, slíkur var hitinn í Fernöndu. Kvoðu var sprautað í vélarúm og neðri þilför skipsins til að tryggja að eldurinn væri sannarlega dauður. Eins og sjá má er Fernanda verulega löskuð eftir brunann mikla. Slökkviliðsmenn hafa metið aðstæður um borð í Fernöndu í dag, þeim til aðstoðar voru tveir gúmmíbátar sem ferjuðu bæði menn og búnað milli varðskips og járnhrúgunnar sem eitt sinn var Fernanda.Ákvörðun um framhaldið verður væntanlega tekin í kvöld eða á morgun.MYND/FRÉTTASTOFAÓlíklegt þykir að Fernanda verði flutt til Hafnar í dag enda eru óvissuþættirnir margir. Ákvörðun um framhaldið verður væntanlega tekin í kvöld eða á morgun. Ljóst er að það verður vandasamt verk að dæla þeim hundrað tonnum af olíu sem eru í tönkum Fernöndu. „Ekki verður haldið áfram með Fernöndu í dag,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni. „En við munum halda áfram að tryggja það að engin glóð leynist í skipinu.“Sp. blm. Er engin hætta á að skipið beinlínis sökkvi við Reykjanesskaga? „Skipherra og hans menn eru sannfærðir um að litlar líkur séu á því. Skipið flýtur vel og lætur vel í sjónum. Það hvernig farið verður með olíuna um borð í Fernöndu er á forræði Umhverfisstofnunar og undirverktaka. „Varðandi Wilson Muuga þá heppnaðist sú aðgerð mjög vel. Olíudreifing kom að því máli meðal annara og þeir eru manna fremstir hér á landi til að takast á við þetta verkefni sem er Fernanda,“ segir Ásgrímur. Landhelgisgæslan tilkynnti síðdegis í dag að ákveðið hefði verið að draga Fernöndu inn fyrir Garðskaga og leiti vars í ríkjandi vindum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.
Tengdar fréttir Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43 Ennþá logar vel í skipinu Varðskipið Þór er komið á staðinn og notar slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu. 30. október 2013 22:10 Björgunaraðgerðir í Hafnarfjarðarhöfn Mikil hætta skapaðist á vettvangi þegar ítrekaðar tilraunir til að kæla skipið niður mistókust. 1. nóvember 2013 19:30 Fernanda undir Hafnarbergi Skipið Fernanda er enn í togi en varðskipið Þór hefur þurft að leita í var með það vegna vonds veðurs. 4. nóvember 2013 07:28 Magnaðar myndir af slökkvistarfi í Fernöndu Varðskipið Þór hefur tekið flutningaskipið Fernöndu í tog og mun draga það til hafnar í Hafnarfirði. 31. október 2013 15:18 Skipverjarnir heilir á húfi Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni. 30. október 2013 15:58 Fernanda verður dregin nær höfn í dag Verður að koma skipinu í skjól svo hægt sé að senda menn um borð til að ganga úr skugga um að eldurinn sé slokknaður. 3. nóvember 2013 12:51 Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Stærsta verkefni varðskipsins Þórs síðan það kom nýtt til landsins í september 2011 er nú yfirstandandi. Aðgerðir við að slökkva elda um borð í farskipinu sýna glögglega getu skipsins í björgunarstarfi. 2. nóvember 2013 07:00 Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28 Sprauta enn sjó á Fernanda Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernanda á sömu slóðum og í gærkvöldi þ.e vestur af Faxaflóa en það svæði telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun. 2. nóvember 2013 11:39 Brú skipsins alelda - Öllum skipverjum bjargað Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrir öllum 11 skipverjum flutningaskipsins Fernanda. 30. október 2013 13:55 Lágmarka hættuna á umhverfisslysi af völdum Fernöndu Slökkviliðsstjóri segir það ekki hafa verið mistök að draga Fernöndu til hafnar í Hafnarfirði þrátt fyrir að staðan hafi verið óljós. 2. nóvember 2013 07:00 Fernanda dregin fjarri hrygningar- og veiðisvæðum Ef svo fer að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma. 1. nóvember 2013 15:48 Enn logar í Fernanda Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 2. nóvember 2013 18:48 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu. 1. nóvember 2013 10:43
Ennþá logar vel í skipinu Varðskipið Þór er komið á staðinn og notar slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu. 30. október 2013 22:10
Björgunaraðgerðir í Hafnarfjarðarhöfn Mikil hætta skapaðist á vettvangi þegar ítrekaðar tilraunir til að kæla skipið niður mistókust. 1. nóvember 2013 19:30
Fernanda undir Hafnarbergi Skipið Fernanda er enn í togi en varðskipið Þór hefur þurft að leita í var með það vegna vonds veðurs. 4. nóvember 2013 07:28
Magnaðar myndir af slökkvistarfi í Fernöndu Varðskipið Þór hefur tekið flutningaskipið Fernöndu í tog og mun draga það til hafnar í Hafnarfirði. 31. október 2013 15:18
Skipverjarnir heilir á húfi Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni. 30. október 2013 15:58
Fernanda verður dregin nær höfn í dag Verður að koma skipinu í skjól svo hægt sé að senda menn um borð til að ganga úr skugga um að eldurinn sé slokknaður. 3. nóvember 2013 12:51
Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Stærsta verkefni varðskipsins Þórs síðan það kom nýtt til landsins í september 2011 er nú yfirstandandi. Aðgerðir við að slökkva elda um borð í farskipinu sýna glögglega getu skipsins í björgunarstarfi. 2. nóvember 2013 07:00
Leikskólabörnum haldið inni út af brunanum „Það er svo mengað loftið að við fórum ekkert út í morgun og erum með lokaða glugga. Öll börnin eru inni,“ segir Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri. 1. nóvember 2013 11:28
Sprauta enn sjó á Fernanda Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernanda á sömu slóðum og í gærkvöldi þ.e vestur af Faxaflóa en það svæði telst fjarri hrygningarstofnum og veiðisvæðum, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun. 2. nóvember 2013 11:39
Brú skipsins alelda - Öllum skipverjum bjargað Þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrir öllum 11 skipverjum flutningaskipsins Fernanda. 30. október 2013 13:55
Lágmarka hættuna á umhverfisslysi af völdum Fernöndu Slökkviliðsstjóri segir það ekki hafa verið mistök að draga Fernöndu til hafnar í Hafnarfirði þrátt fyrir að staðan hafi verið óljós. 2. nóvember 2013 07:00
Fernanda dregin fjarri hrygningar- og veiðisvæðum Ef svo fer að skipið sökkvi miðast aðgerðir við að sem minnstar líkur verði á því að olía berist á strönd með tilliti til hafstrauma. 1. nóvember 2013 15:48
Enn logar í Fernanda Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda. Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 2. nóvember 2013 18:48