Innlent

Enn logar í Fernanda

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Varðskipið Þór er enn við slökkvistörf vestur af Faxaflóa, vegna elds um borð í flutningaskipinu Fernanda.  Um borð í Þór eru sex slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.  Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA á vettvang í dag til að aðstoða við að meta aðstæður og koma búnaði til björgunaraðila.

Staðan er svipuð og fyrr í dag.  Enn er leitast við að draga úr hita í skrokki skipsins og sprautar varðskipið Þór á skipið eftir því sem aðstæður leyfa.  Aðgerðir miðast sem fyrr við að tryggja öryggi og draga úr hættu á mengun.

Aðgerðum verður haldið áfram og staðan endurmetin ef breyting verður á.

Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru frá varðskipinu Þór í nótt og í dag má sjá þegar varðskipið sprautar yfir flutningaskipið Fernanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×