Enski boltinn

Luiz féll eins og dauður svanur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar Brasilíumanninn David Luiz um stórkostlegan leikaraskap í 1-0 sigri Chelsea á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Juan Mata skoraði sigurmark Chelsea þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Tveimur mínútum síðar áttust Brasilíumennirnir Rafael hjá United og Luiz við úti við hornfána.

Luiz kom boltanum í burtu og Rafael sparkaði til landa síns. Luiz henti sér í jörðina og sást á myndavélum glotta við tönn þar sem hann lá í iðagrænu grasinu. Howard Webb rak Rafael af velli en Ferguson setur stórt spurningamerki við framkomu Luiz.

„Rafael brást við en Luiz gaf honum tvö olnbogaskot rétt á undan. Þá veltir hann sér á vellinum eins og svanur í dauðakippum. Hann brosti og það er slæmt," segir Ferguson ósáttur við þróun mála í knattspyrnunni.

„Svoleiðis gengur þetta fyrir sig í dag. Sá sem svarar fyrir sig fær harðari refsingu en það er klárt að Luiz setti olnbogann tvisvar í andlit hans," sagði Ferguson.

Hann viðurkenndi þó að Rafael hefði misst sig. Hann væri ungur en brotið hefði að hans mati ekki endilega verðskuldað rautt spjald. Leikaraskapur Luiz hafi orðið til þess að Rafael var rekinn af velli.

Atvikið umdeilda má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×