Enski boltinn

Enski boltinn: Öll mörk helgarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liðsmenn Wigan fagna marki um helgina.
Liðsmenn Wigan fagna marki um helgina. Nordicphotos/Getty
Wigan skoraði þrjú mörk og nældi í jafnmörg stig í heimsókn sinni til West Brom. Liðsmenn Roberto Martinez virðast enn eitt árið líklegir til þess að bjarga sér frá falli á elleftu stundu.

Ekkert mark var skorað í viðureign Swansea og Manchester City. Bosníumaðurinn Edin Dzeko átti hins vegar eitt af klúðrum leiktíðarinnar þegar hann setti boltann fram hjá fyrir opnu marki.

Gareth Bale kom Tottenham en á ný til bjargar með sigurmarki sínu gegn Southampton. Þá skoraði Theo Walcott sigurmark Arsenal eftir aðeins rúmlega 20 sekúndna leik gegn QPR.

Helstu atvik úr leikjunum má sjá með því að smella á viðkomandi leik hér fyrir neðan.

West Brom 2-3 Wigan

Swansea 0-0 Manchester City

Tottenham 1-0 Southampton

Norwich 1-2 Aston Villa

West Ham 0-0 Newcastle

Manchester Unitd 0-1 Chelsea

Liverpool 0-0 Everton

QPR 0-1 Arsenal

Fulham 2-4 Reading




Fleiri fréttir

Sjá meira


×