Enski boltinn

O'Shea tryggði tíu mönnum Sunderland stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunderland og Stoke gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn fór fram á Leikvangi ljósanna í Sunderland. Sunderland náði í stig þrátt fyrir að leika manni færri í 56 mínútur.

John O'Shea tryggði Sunderland stig þegar hann jafnaði metin á 63. mínútu leiksins þegar hann var fyrstur að átta sig eftir hornspyrnu.

Jonathan Walters kom Stoke í 1-0 strax á 9. mínútu leiksins og Craig Gardner, leikmaður Sunderland, fékk síðan beint rautt spjald á 34. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Charlie Adam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×