Yngstu börnin þurfa að hætta hjá Gerplu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. apríl 2013 09:30 Barnasprengja í Kópavogi og aukinni áhugi á fimleikum hefur orðið til þess að Gerpla getur langt í frá tekið við öllum sem vilja stunda íþróttina hjá félaginu. Fréttablaðið/ „Að öllu öðru óbreyttu er útlit fyrir að við munum þurfa að vísa hluta af yngstu iðkendum félagsins frá ef þeir vilja halda áfram hjá okkur á næsta ári,“ segir Jón Finnbogason, formaður Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Gerpla hefur frá því í fyrrasumar óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Kópavogi að fá aðgang að öðrum íþróttahúsum bæjarins en því sem félagið hefur til afnota í Versölum. Jón segir að þótt aðstaðan í Versölum sé frábær þá sé áhuginn á fimleikum mun meiri en svo að Gerpla geti tekið við öllum sem vilja komast að. Í bréfum til bæjaryfirvalda frá því síðastliðið haust kemur fram að eitt þúsund börn bíði eftir að geta byrjað að stunda fimleika hjá félaginu. Sum þeirra hafi beðið í þrjú ár. Að sögn Jóns má meðal annars rekja sprenginguna til samsetningar Kópavogsbúa með tilkomu nýrra hverfa í bænum. Mikið sé af börnum í Kópavogi. „Ég er alls ekkert viss um að við stöndum frammi fyrir sama vandamáli eftir tíu ár,“ bendir Jón á. Hann segir að leysa mætti vandann nú með því að hleypa Gerplu inn í íþróttahúsin Smárann eða Kórinn. Í bæjarstjórn hafi einmitt verið rætt um að nýta þau hús betur. „Bæjarstjórinn segist hvetja íþróttafélögin til að nýta húsin betur. Ef mönnum finnst léleg nýting á íþróttahúsunum þá getum við leyst þann vanda. Hleypið okkur bara inn í íþróttahúsin og nýtingin mun snarbatna,“ segir Jón, sem kveður bæinn ekki enn hafa svarað fyrrnefndum erindum frá því í haust og ekki léð máls á því að hleypa Gerplu í Smárann eða Kórinn nema í staka tíma sem ekki gagnist. Skýringin sé einföld: „Smárinn er fyrir Breiðablik og Kórinn er fyrir HK, það er bara pólitísk ákvörðun. Það er ekki sagt beint við okkur en það er augljóst og það sjá allir,“ segir Jón. Húsnæðiseklan muni bitna mest á þeim börnum í flokki þriggja til fimm ára sem ættu að óbreyttu að færast upp um flokk næsta haust. „Yngstu börnin æfa á sunnudögum. Við sex ára aldur færast þau yfir á virka daga en aðstaðan er algjörlega sprungin á þeim tímum. Við þurfum bæði að vísa frá fólki sem vill koma til okkar og er á biðlista og ef við sjáum ekki talsvert brottfall hjá yngstu iðkendunum núna í sumar þá munum við þurfa að vísa þeim frá,“ segir formaður Gerplu. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Að öllu öðru óbreyttu er útlit fyrir að við munum þurfa að vísa hluta af yngstu iðkendum félagsins frá ef þeir vilja halda áfram hjá okkur á næsta ári,“ segir Jón Finnbogason, formaður Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Gerpla hefur frá því í fyrrasumar óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Kópavogi að fá aðgang að öðrum íþróttahúsum bæjarins en því sem félagið hefur til afnota í Versölum. Jón segir að þótt aðstaðan í Versölum sé frábær þá sé áhuginn á fimleikum mun meiri en svo að Gerpla geti tekið við öllum sem vilja komast að. Í bréfum til bæjaryfirvalda frá því síðastliðið haust kemur fram að eitt þúsund börn bíði eftir að geta byrjað að stunda fimleika hjá félaginu. Sum þeirra hafi beðið í þrjú ár. Að sögn Jóns má meðal annars rekja sprenginguna til samsetningar Kópavogsbúa með tilkomu nýrra hverfa í bænum. Mikið sé af börnum í Kópavogi. „Ég er alls ekkert viss um að við stöndum frammi fyrir sama vandamáli eftir tíu ár,“ bendir Jón á. Hann segir að leysa mætti vandann nú með því að hleypa Gerplu inn í íþróttahúsin Smárann eða Kórinn. Í bæjarstjórn hafi einmitt verið rætt um að nýta þau hús betur. „Bæjarstjórinn segist hvetja íþróttafélögin til að nýta húsin betur. Ef mönnum finnst léleg nýting á íþróttahúsunum þá getum við leyst þann vanda. Hleypið okkur bara inn í íþróttahúsin og nýtingin mun snarbatna,“ segir Jón, sem kveður bæinn ekki enn hafa svarað fyrrnefndum erindum frá því í haust og ekki léð máls á því að hleypa Gerplu í Smárann eða Kórinn nema í staka tíma sem ekki gagnist. Skýringin sé einföld: „Smárinn er fyrir Breiðablik og Kórinn er fyrir HK, það er bara pólitísk ákvörðun. Það er ekki sagt beint við okkur en það er augljóst og það sjá allir,“ segir Jón. Húsnæðiseklan muni bitna mest á þeim börnum í flokki þriggja til fimm ára sem ættu að óbreyttu að færast upp um flokk næsta haust. „Yngstu börnin æfa á sunnudögum. Við sex ára aldur færast þau yfir á virka daga en aðstaðan er algjörlega sprungin á þeim tímum. Við þurfum bæði að vísa frá fólki sem vill koma til okkar og er á biðlista og ef við sjáum ekki talsvert brottfall hjá yngstu iðkendunum núna í sumar þá munum við þurfa að vísa þeim frá,“ segir formaður Gerplu.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent