Fótbolti

Mark Jóhanns dugði ekki til

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir AZ sem tapaði 2-1 fyrir Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron Jóhannsson lvar einnig í byrjunarliði AZ.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á sjöundu mínútu seinni hálfleiks varð Nick Viergever fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Groningen komið yfir.

Jóhann Berg jafnaði metin sex mínútum síðar en þegar nítján mínútur voru til leiksloka skoraði varamaðurinn Richairo Zivkovic sigurmark Groningen.

Jóhann Berg lék allan leikinn en Aron var skipt af leikvelli á 66. mínútu.

AZ er áfram um miðja deild með 13 stig en Groningen lyfti sér upp fyrir AZ, í 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×