Met um hverja helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir Mynd/ÓskarÓ Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira