Íslendingar eiga marga efnilega frjálsíþróttamenn sem hafa hæfileika til að verða heimsklassa íþróttamenn segir þjálfarinn Þráinn Hafsteinsson. Þetta kom fram í viðtali sem Arnar Björnsson tók við hann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Þessi hópur ungra og efnilegra íþróttamanna núna er ekki ósvipaður því sem var í kringum 1980 og 1995 þegar Íslendingar fengu fram á sjónarsviðið frjálsíþróttamenn sem fóru í allra fremstu röð. Þessi hópur er svipaður hvað hæfileika snertir segir Þráinn meðal annars í fréttinni en Þráinn gagnrýnir aðstöðuna utan húss í Reykjavík.
„Laugardalsvöllurinn er lokaður 290 daga á ári. Við höfum aðgang að honum í 70 til 80 daga á ári í fjóran og hálfan tíma í senn. Það er óásættanleg staða. Við þurfum sér völl fyrir frjálsar í Reykjavík eins og Hafnfirðingar hafa og Kópavogsbúar hafa eins og íbúar í Vík í Mýrdal, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi.“
Sjá má fréttina í heild sinni hér að ofan.

