Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Anton
Ísland mætir Svíþjóð í vináttulandsleik í Vaxjö í dag en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt.

Svíar mæta til leiks með sitt sterkasta lið en Ísland tapaði fyrir þeim, 6-1, á Algarve-mótinu í Portúgal fyrr á þessu ári.

Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem fer fram einmitt í Svíþjóð í sumar.

Íslenska liðið er þannig skipað:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Gísladóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Framherjar: Rakel Hönnudóttir og Harpa Þorsteinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×