Fótbolti

Zlatan skoraði í sigri PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan og Menez fagna í dag.
Zlatan og Menez fagna í dag. Nordic Photos / AFP
Zlatan Ibrahimovic heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir topplið PSG í frönsku úrvalsdeildinni en liðið hafði betur gegn Rennes í dag, 2-0.

Staðan var markalaus í hálfleik en Jeremy Menez kom PSG yfir á 56. mínútu áður en Zlatan innsiglaði sigurinn í blálokin. David Beckham kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Þetta var hans 26. mark í 27 deildarleikjum með PSG á tímabilinu en hann er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Næstur á listanum er Pierre Aubemeyang hjá Saint-Etienne með sautján mörk og er hann samt fjórum mörkum á undan næsta manni.

PSG er á toppi deildairnnar með 64 stig, sjö stigum meira en Marselle sem hafði betur gegn Bordeaux í gærkvöldi, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×