Enski boltinn

Whelan bar ekki sök á svínshöfuðshrekknum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kenwyne Jones var ósáttur með liðshrekk.
Kenwyne Jones var ósáttur með liðshrekk. Getty Images

Kenwyne Jones hefur beðið liðsfélaga sinn hjá Stoke, Glenn Whelan, afsökunar eftir að hafa brotið framrúðuna á bíl Whelan. Forsaga málsins er sú að nokkrir hrekkjalómar í liði Stoke tóku sig til og vöfðu svínshöfði inn í föt Jones sem trylltist í kjölfarið.

Jones hélt að Whelan hefði verið höfuðpaurinn á bakvið hrekkinn og braut framrúðuna á bíl Whelan í kjölfarið. Whelan kom hins vegar af fjöllum og skyldi ekkert hvað væri í gangi. Félagið þurfti að skerast í leikinn og hóf formlega rannsókn á málinu sem hið vandræðalegasta fyrir félagið.

„Ég og Whelan ræddu málið og hann sagðist ekki hafa tekið þátt í þessum hrekk og því bað ég hann afsökunar. Ég borga fyrir skemmdirnar,“ segir Jones. „Allir þeir sem halda að vefja hausi af svíni inn í fötin mín sé fyndið, frábært, þá er brotin rúða það einnig.“


Tengdar fréttir

Svínshöfuð í skápnum hans Kenwyne Jones

Stoke City hefur sett af stað innanhússrannsókn eftir að svínshöfuð fannst í skáp framherjans Kenwyne Jones í morgun en þetta gerðist á æfingasvæði félagsins. Stoke City mætir Southampton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×