Enski boltinn

Svínshöfuð í skápnum hans Kenwyne Jones

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenwyne Jones
Kenwyne Jones Mynd/Nordic Photos/Getty

Stoke City hefur sett af stað innanhússrannsókn eftir að svínshöfuð fannst í skáp framherjans Kenwyne Jones í morgun en þetta gerðist á æfingasvæði félagsins. Stoke City mætir Southampton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Kenwyne Jones var öskureiður þegar hann sá svínshöfuðið í skápnum sínum og knattspyrnustjórinn Tony Pulis mun ræða þetta við leikmenn sína á morgun.

Félagið gaf út yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að ítarleg rannsókn sé hafin og sökudólgarnir munu þurfa að sæta afleiðingum gjörða sinna.

„Það er frábær andi í búningsklefanum en það eru fjórir eða fimm drengir sem eru alltaf eitthvað að bardúsa. Það er alltaf einhver stríðni í gangi en við munum skoða þetta og finna út hvað var í raun í gangi," sagði Tony Pulis í útvarpsviðtali á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×