Fótbolti

Tíu íslenskir fótboltamenn metnir á meira en milljón evrur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Sigurðsson
Gylfi Sigurðsson Mynd/AFP
Fótboltatölfræðisíðan transfermarkt.it heldur nákvæmlega utan um frammistöðu leikmanna í alþjóðlega fótboltanum og síðan setur verðmiða á alla atvinumenn Evrópu.

Það er gaman að skoða lista Transfermarkt-vefsíðunnar yfir verðmætustu knattspyrnumenn Íslands samkvæmt mati sérfræðinga hennar.

Gylfi Þór Sigurðsson er langverðmætasti leikmaðurinn en hann er metinn á átta milljónir evra. Það eru samt tíu aðrir íslenskir leikmenn metnir á yfir milljón evrur eða á meira en 159 milljónir íslenskra króna.

Kolbeinn Sigþórsson (4 milljónir evra) og Alfreð Finnbogason (3 milljónir evra) eru í næstu sætum á eftir Gylfa. Alfreð hefur hækkað sig um tvær milljónir evra frá því í október enda kominn með 21 mark í 25 leikjum í hollensku deildinni. Kolbeinn hefur lækkað um milljón frá því í sumar.

Eiður Smári Guðjohnsen er dottinn niður fyrir milljón en hann er nú metin á 750 þúsund evrur hjá Transfermarkt. Eiður Smári var síðast metinn á meira en milljón evrur þegar hann var hjá AEK Aþenu en hæst fór verðmæti hans í tólf milljón evrur sumarið 2006.

Hér fyrir neðan má sjá þá ellefu íslensku knattspyrnumenn sem eru nú metnir á milljón evrur eða meira.

Verðmætustu íslensku leikmennirnir samkvæmt Transfermarkt:

Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham - 8 milljónir evra

Kolbeinn Sigþórsson, Ajax - 4 milljónir evra

Alfreð Finnbogason, Heerenveen - 3 milljónir evra

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff - 2 milljónir evra

Emil Hallfreðsson, Hellas Verona - 2 milljónir evra

Grétar Rafn Steinsson, Kayserispor - 1,7 milljónir evra

Aron Jóhannsson, AZ Alkmaar - 1,6 milljónir evra

Sölvi Geir Ottesen, FCK - 1,5 milljónir evra

Ragnar Sigurðsson, FCK - 1,5 milljónir evra

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar - 1,5 milljónir evra

Rúrik Gíslason, FCK - 1 milljón evra

Birkir Bjarnason, Pescara - 900 þúsund evrur

Eiður Smári Guðjohnsen, Club Brugge - 750 þúsund evrur

Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves - 750 þúsund evrur

Kári Árnason, Rotherham United - 750 þúsund evrur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×