Drottning fékk sér að reykja í Hörpu Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2013 13:35 Halldór Guðmundsson kunni sig þegar hann tók á móti Danadrottningu í Hörpu og bauð fram konunglegan öskubakka. Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þegar Danadrottning var á ferð í Hörpu á miðvikudag bauð Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, hennar hátign öskubakka, ef ske kynni að hún vildi fá sér reyk eftir langa og stranga skipulagða dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara. Drottning sló ekki hendi á móti svo góðu boði og fékk sér sígarettu, fegin. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Halldór Guðmundssonbar við trúnaði þegar fréttastofa spurði hann út í málið: „„Við látum ekkert uppi um okkar gesti. En við leggjum áherslu á að það fari vel um þá.“ Margrét Þórhildur óskaði sérstaklega erftir því að fá að skoða Hörpu en að hönnun byggingarinnar komu meðal annararra danskir arkítektar. Þá þekkir hún vel til Ólafs Elíassonar, hins dansk-íslenska listamanns sem hannaði glerhjúp hússins. Sjálf er drottningin listamaður og hefur meðal annars hannað kufla á biskupa Danmerkur og leikmyndir í fjölmörgum sýningum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Sem og haldið málverkasýningar. Hennar hátign er með þekktari reykingarmönnum í heiminum. Hún er sögð reykja sérstaka tegund franskra sígaretta, sem seldar eru í tóbaksbúð á Strikinu og mun drottning sjálf gera sér reglulega ferðir þangað til að byrgja sig upp. Reyndar fer tvennum sögum af reykingum drottningar, eins og sjá má hér. Hún hefur verið gagnrýnd af sumum landa sinna fyrir að reykja opinberlega en hún hefur lýst því yfir að hún reyki einungis þar sem eru öskubakkar. Og það var einmitt þar sem Halldór Guðmundsson, sem greinilega þekkir vel til siða hirðarinnar, kom til skjalanna og sá til þess að drottning þjáðist hvergi af nikótínskorti. Víst má telja að drottning gleymi seint þessu vinabragði af hálfu forstjóra Hörpu. Annað mun hafa verið uppi á teningum í kvöldverðarboði forseta Íslands sem haldið var drottningu til heiðurs á þriðjudagskvöld, þann sama dag og drottning kom til landsins. Þar mun hvergi hafa verið öskubakka að sjá. Margrét Þórhildur hefur því ekki getað fullkomnað kvöldmáltíðina með franskri sígarettu og leiða má að því líkum, í ljósi þessa, að hún hafi orðið þeirri stundu fegnust þegar veislu lauk.Samkvæmt heimildum Vísis reykir Margrét Þórhildur ekki ef öskubakki er ekki til staðar en því var ekki til að dreifa á Bessastöðum.Ingþór IngþórssonUppfært 14:10. Vísi hefur borist fjölda ábendinga varðandi reykingar Margrétar Þórhildar Danadrottningar og meðal annars sendi Ingþór Ingólfsson, grafískur hönnuður, Vísi meðfylgjandi mynd sem hann teiknaði þegar hann frétti að til stæði að hennar hátign myndi sitja kvöldverðarboð forsetans.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira