Fótbolti

Hér ætla stuðningsmenn Íslands í Ósló að hittast

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Mynd/Vilhelm
Reikna má með því að vel á annað þúsund íslenskir stuðningsmenn mæti á Ullevaal-leikvanginn í dag og láti vel í sér heyra.

Áfram Ísland stuðningsmannaklúbburinn stendur fyrir hittingi klukkan 15 á Horgans Bar og Restaurant á Hegdehaugsveien 24 um fjóra kílómetra suður af leikvanginum.

Þar verða fánar, treyjur og treflar til sölu og tilvalið fyrir Íslendinga að fara yfir lögin og skapa góða stemmningu.

Leikmenn íslenska liðsins eru mjög spenntir vitandi af áhuga landsmanna á leiknum. Þeir hafa hvatt fólk til að skella sér og láta í sér heyra. Full ástæða er til þess að taka undir þau skilaboð.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×