Fótbolti

Alfreð eða Eiður Smári eina óvissan

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Mynd/Vilhelm
Líklegt má telja að byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum í kvöld verði hið sama og hóf leikinn gegn Kýpur á föstudagskvöldið.

Eina spurningamerkið, líkt og fyrir 2-0 sigurinn á Kýpverjum, er hvort Eiður Smári Guðjohnsen eða Alfreð Finnbogason hefji leikinn. Eiður Smári átti fínan leik gegn Kýpur og kom Alfreð inn á fyrir hann um miðjan síðari hálfleikinn.

Allir vita hvaða hæfileika og gæði Eiður Smári hefur sem leikmaður. Hins vegar hefur hann aðeins spilað örfáar mínútur með Club Brugge undanfarin mánuð á sama tíma og Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkunum með Heerenveen í Hollandi. Alfreð er markahæstur í deildinni og mikið lúxusvandamál sem Lars Lagerbäck stendur frammi fyrir.

Líklegt byrjunarlið á Ullevaal í kvöld má sjá hér að neðan.

Markvörður: Hannes Þór Halldórssson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðvörður: Kári Árnason

Miðvörður: Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði

Miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×