Fótbolti

Lars sendi Högmo sms

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Per-Mathias Högmo.
Per-Mathias Högmo. Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck þekkir vel til þjálfara norska landsliðsins, Per-Mathias Högmo. Norskir fjölmiðlar voru forvitnir að vita hvort þeir hefðu verið í sambandi nýlega.

„Nei, ég hef ekkert rætt við hann síðan hann fékk starfið,“ sagði Lagerbäck. Högmo stýrði norska liðinu í fyrsta skipti í 3-0 tapinu í Slóveníu. Ráðningin kom nokkuð á óvart en forvera Högmo, Egil „Drillo“ Olsen, var óvænt sagt upp þegar tveimur leikjum í undankeppninni var ólokið.

„Ég sendi Per-Mathias sms og óskaði honum góðs gengis, þ.e. eftir leikinn á móti okkur,“ sagði Lagerbäck á fundinum.

Svíinn þekkir vel til kollega síns og segir þá hafa svipaða hugmyndafræði þegar komi að fótbolta. Norska liðið hafi spilað í Slóveníu eins og Lagerbäck átti von á að þeir gerðu. Hann neitar því ekki að það geti verið kostur að þekkja vel til Högmo fyrir leikinn í dag þótt það virki vafalítið í báðar áttir.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×