Fótbolti

Kýpverjar og Albanir gerðu markalaust jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Íslands og Kýpur á föstudagskvöld.
Úr leik Íslands og Kýpur á föstudagskvöld. mynd / vilhelm
Kýpur og Albanir skildu jöfn, 0-0, í undankeppni HM í dag en leikurinn fór fram út í Kýpur.

Liðin leika bæði með Íslendingum í riðli en niðurstaða leiksins skipti engu máli upp á framhaldið að gera en hvorugt liðið átti möguleika á því að komast áfram í umspil.

E-riðill

Kýpur - Albanía - 0-0

Noregur - Ísland 18:00

Sviss - Slóvenía 18:00

Staðan í E-riðli eftir leikinn: Sviss 21 stig, Ísland 16, Slóvenía 15, Noregur 11, Albanía 11, Kýpur 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×