Fótbolti

Þjóðverjar unnu Svía í átta marka leik og rúlluðu yfir sinn riðil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þjóðverjar gulltryggðu sér sigurinn í C-riðli eftir magnaðan sigur á Svíum, 5-3, í Svíþjóð.

Svíar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 2-0 en þá hrökk þýska vélin í gang og þeir innbyrtu magnaðan sigur.

Þjóðverjar rústuðu því riðlinum með 28 stig en Svíar fara samt sem áður í umspilið í öðru sæti með 20 stig.

Færeyjar - Austurríki 0-3

Írland - Kasakstan 3-1


0-1 Dmitriy Shomko (13.), 1-1 Robbie Keane (17.), 2-1 John O‘Shea (26.), 3-1 Dmitriy Shomko, sm (78.).

Svíþjóð - Þýskaland 3-5

1-0 Tobias Hysén (6.), 2-0 Alexander Kačaniklić (42.) 2-1 Mesut Özil (45.), 2-2 Mario Götze (53.), 2-3 André Schürrle (53.), 2-4 André Schürrle (66.),3-4 Tobias Hysén (69.) 3-5 André Schürrle (76.)

Lokastaðan: Þýskaland 28 stig, Svíþjóð 20, Austurríki 17, Írland 14, Kasakstan 5, Færeyjar 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×