Fótbolti

Einn Króatanna áður verið sektaður fyrir að opna bjór

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar
Domagoj Vida.
Domagoj Vida. Mynd/NordicPhotos/Getty
Domagoj Vida, varnarmaður Dinamo Zagreb og króatíska landsliðsins, var sektaður um 100 þúsund evrur árið 2012 fyrir að opna bjór um borð í liðsrútu liðsins.

Króatískir blaðamenn ræddu við undirritaðan að loknum blaðamannafundi með þjálfaranum Niko Kovac í Zagreb í dag. Bentu þeir á að Vida hefði áður komið sér í klandur fyrir uppákomu af svipuðum toga.

Ante Cacic, þjálfari Dinamo, skipaði Vida þá umsvifalaust að yfirgefa rútuna en liðið var á leiðinni í bikarleik gegn neðri deildarliði. Sá leikur átti að fara fram daginn eftir.

Meðalmánaðarlaun í Króatíu eru um 750 evrur þannig að sektin vakti mikla athygli. 100 þúsund evrur svara til um sextán milljóna íslenskra króna.

Vida er einn þeirra átta Króata sem sátu að sumbli fram á nótt á Grand Hótel á föstudagskvöldið. Vísir fjallaði um málið í dag. Vida var í herbergi með Mateo Kovacic sem leikur með Inter á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×