Á þriðja tug króatískra stuðningsmanna voru mættir í miðborg Zagreb um hádegisbilið með stóra fána og klæddir treyju knattspyrnulandsliðsins.
Króatarnir voru með bjórinn á lofti og sungu söngva á sínu ilhýra tungumáli. Þótt áhugi á leiknum í kvöld sé lítill hjá almenningi er ljóst að leikurinn skiptir suma Króata miklu máli.
Einhverjir Íslendingar voru á vappi um miðborgina í dag en fáir komnir í fánalitina. Von er á fjölmörgum Íslendingum til Zagreb eftir hádegi og mun stemmningin væntanlega aukast jafnt og þétt fram að leik.
Króatískir stuðningsmenn láta í sér heyra
Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

