Umfjöllun og einkunnir: Ísland - Króatía 0-2 | Draumurinn úti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2013 12:44 Mynd/Vilhelm Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira