Umfjöllun og einkunnir: Ísland - Króatía 0-2 | Draumurinn úti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2013 12:44 Mynd/Vilhelm Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Íslendingar verða ekki með á HM í Brasilíu í sumar. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Króatíu á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í kvöld. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í leiknum, þrátt fyrir að Króatar misstu mann af velli með rautt spjald seint í fyrri hálfleiknum. Mario Mandzukic skoraði fyrra mark Króatíu á 27. mínútu en fékk að líta rauða spjaldið ellefu mínútum síðar fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni. Fyrirliðinn Dario Srna innsiglaði sigur liðsins svo strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins og litu Króatar aldrei um öxl eftir það. Strákarnir okkar náðu ekki að standa í Króötunum í dag. Luka Modric, stórstjarna Real Madrid, var öflugur á miðjunni sem og ungstirnið Matea Kovacic, leikmaður Inter, sem lagði upp síðara markið fyrir Króatíu. Króatar komu inn í leikinn af gríðarlegum krafti og settu miklar pressu á Íslendinga sem vörðust fimlega. Ísland komst þó í álitlega sókn á 12. mínútu sem endaði með því að Alfreð Finnbogason náði að fylgja eftir skoti Gylfa Þórs Sigurðssonar og senda boltann í netið en þá var búið að dæma rangstöðu á Alfreð. Fyrir utan þessa sókn og nokkurra mínútna leikkafla eftir hana var sóknarleikur Íslands afar bitlaus og virtist á löngum köflum að einföldustu sendingar rötuðu ekki á samherja. Upp úr 18. mínútu hófst mikil og löng sóknarlota Króata og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Á 27. mínútu barst boltinn inn á teig og á dauðafrían Mario Mandzukic sem skoraði auðveldlega. Jóhann Berg Guðmundsson hafði litið af honum eitt augnablik og fyrir það refsuðu heimamenn. Strákarnir vissu þó að eitt íslenskt mark myndi duga til þrátt fyrir þetta og fékk liðið risastóra liflínu skömmu fyrir lok hálfleiksins. Mandzukic gætti ekki að sér í návígi við Jóhann Berg og gróf takkana á skónum sínum í bólakaf í læri Jóhanns Bergs. Dómari leiksins, Björn Kuipers frá Hollandi, var aðeins fáeinar sekúndur að ná í rauða spjaldið úr vasanum. Menn héldu rónni til loka fyrri hálfleiks en Króatar létu mótlætið ekki á sig fá og komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik. Ungstirnið Matea Kovacic tók glæsilegan sprett frá miðju og renndi boltanum fyrir fyrirliðann Dario Srna sem skoraði með laglegu skoti. Skoti sem Hannes Þór hefði ef til vill átt að verja en inn fór boltinn. Þar með varð ljóst að þetta yrði þungur róður fyrir strákana okkar sem náðu sér engan veginn að nýta sér liðsmuninn, ekki frekar en Króatar í fyrri leiknum hér á landi er Ólafur Ingi Skúlason fékk að líta rauða spjaldið. Strákarnir náðu aldrei að skapa sér verulega hættu við mark andstæðingsins og Króatarnir voru nær því að bæta við mörkum en hitt. Kovacic, Ivan Perisic og Danijel Pranjic fengu allir hættuleg færi en besti maður Íslands, markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sá til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Íslendingar geta þó litið með stoltum augum til baka yfir þessa undankeppni og minnst þess þegar að litla Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu. Ísland á ungt lið og sannarlega bjarta framtíð fyrir höndum.mynd / vilhelm
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira